Ten Hag strunsaði út af blaðamannafundi: „Vitum að þetta er ekki nógu gott“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 07:01 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. Catherine Ivill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, viðurkenndi að lið sitt hefði ekki átt skilið að vinna Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Þá gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir slakan fyrri hálfleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. „Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
„Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira