Ten Hag strunsaði út af blaðamannafundi: „Vitum að þetta er ekki nógu gott“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 07:01 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. Catherine Ivill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, viðurkenndi að lið sitt hefði ekki átt skilið að vinna Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Þá gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir slakan fyrri hálfleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. „Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Við töpuðum boltum á stöðum sem þú mátt ekki tapa boltanum og vorum ekki nægilega skipulagðir, sérstaklega á hægri vængnum,“ sagði Ten Hag eftir leik en hann tók Alejandro Garnacho af velli í hálfleik. Argentínumaðurinn tapaði boltanum klaufalega á hættulegu svæði í aðdraganda fyrra marks Bournemouth. „Það eru störf sem þarf að sinna og þeim var ekki sinnt öllum stundum. Fyrra markið kemur þegar við erum í góðri stöðu en töpum boltanum, það á ekki að gerast.“ „Við höfum leikmenn sem geta farið betur með boltann. Á hægri vængnum, fylgdu bara andstæðingnum. Við höfum allir verk að vinna.“ „Við erum með lið sem er erfitt að brjóta á bak aftur. Tvívegis komum við til baka en við áttum ekki að koma okkur í stöðu til að tapa leiknum til að byrja með.“ Man United er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og stefnir í versta tímabil liðsins í manna minnum. Tímabilið eftir að Sir Alex Ferguson hætti endaði Man United í 7. sæti með 64 stig. Liðið er aðeins með 50 stig nú að loknum 32 leikjum og þarf því að finna fimm af síðustu sex til að bæta „árangur“ tímabilsins 2013-14. „Vitum að þetta er ekki nógu gott. Í dag áttum við ekki meira skilið. Ef þú gefur andstæðingnum svona mörg færi í fyrri hálfleik þá áttu ekki meira skilið. Þú verður að taka stjórn,“ sagði Ten Hag að endingu. Erik ten Hag walks out of press conference when asked about Man United's worst Premier League finish in history.@BeanymanSports pic.twitter.com/o7dvJ5pufk— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 13, 2024 Er hann var spurður út í þann möguleika að liðið gæti endað í 8. sæti, sem væri versta niðurstaða liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi hennar árið 1992 þá ákvað Hollendingurinn einfaldlega að yfirgefa blaðamannafundinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira