„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:12 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira