Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 19:57 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Einar Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“ Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“
Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44