Uppgjörið og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 85-101 | Gestirnir einum sigri frá undanúrslitum Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 18:45 Vísir/Hulda Margrét Þórsarar tóku á móti Grindavík í því sem var fyrsti heimaleikur félagsins í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í efstu deild. Fyrsti leikur liðanna, í Smáranum í Kópavogi, var spennandi og því mátti búast við góðri skemmtun í dag. Sú varð raunin en heimakonur fóru virkilega vel af stað sóknarlega meðan að Grindavíkurkonur spiluðu vörnina með hangandi hendi og af mjög takmörkuðum áhuga. Þórsarar leiddu eftir 1. leikhluta 28-21þar sem Grindavíkurkonur virtust varla mættar til leiks. Sókn Grindavíkur var mun betri í öðrum leikhluta en Þórsarar gáfu lítið eftir, staðan 45-46 í hálfleik og allt galopið. Lore Devos var allt í öllu í sóknarleik Þórsara í fyrri hálfleik og Danielle Rodriguez hjá Grindavík og skoruðu báðar nánast að vild. Boðið var upp á meira af því sama í þriðja leikhluta, hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu en þristur frá Huldu Björk lagaði stöðuna fyrir Grindvíkinga, 70-72 fyrir lokaátökin. Þórsarar hófu lokafjórðunginn með látum en Grindvíkingar sýndu seiglu og reynslu og komust yfir á ný í stöðunni 76-78. Þrír þristar frá Söruh Mortensen á stuttum kafla komu Grindavík tólf stigum yfir og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin. Lokatölur 85-101 en segja má að leikurinn hafi verið mun jafnari en lokatölur gefa til kynna en Grindvíkingar reyndust einfaldlega töluvert sterkari á lokasprettinum. Atvik leiksins Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en hún var þá komin með 24 stig. Þórsarar gengu á lagið og komust yfir á ný og hefði þetta atvik getað ráðið úrslitum í leiknum en Dani kom strax inn á í fjóra með einföld fyrirmæli frá þjálfara sínum: „Nothing stupid“ sem gekk eftir. Hetjur og skúrkar Grindvíkingar fengu gott framlag frá sínum sterkustu leikmönnum. Þær Dani og Sarah voru ekki jafn einráðar í stigaskori og síðast. Dani var engu að síður stigahæst á vellinum með 28 stig og Sarah lét þristum rigna, fimm af sjö ofan í. Þá kveiknaði einnig á fyrirliðanum Huldu Björk þegar leið á leikinn. 17 stig frá henni og fjórir þristar ofan í í sex tilraunum. Hjá Þór átti Lore Devos frábæran leik framan af en svo dró töluvert af henni, eins og flestum leikmönnum Þórs sem virkuðu þreyttir á lokasprettinum. Stigahæst Þórsara var Maddie Sutton með 27 stig. Þær stöllur skoruðu meginþorra stiga Þórsara sem hefðu klárlega þurft á fleiri íslenskum stigum að halda í kvöld. Dómarar Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson og Aron Rúnarsson dæmdu leikinn og komust ágætlega frá því verki. Báðir þjálfarar kvörtuðu töluvert og Daníel Andri fékk tæknivillu fyrir. „Reglur eru bara reglur“ - sagði Þorleifur þjálfari Grindavíkur eftir leikinn. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt í Höllina í dag en stemmingin var í algjöru lágmarki. Mikil neikvæðni og tuð úr stúkunni og á einum tímapunkti þurftu dómarar leiksins að biðja gæsluna um að róa stuðningsmenn Þórs niður. Stúkan í Höllinni er ansi stór og það hefði kannski verið sterkur leikur hjá Þórsurum að loka endunum og þjappa hópnum saman til að keyra upp stemminguna. Viðtöl Hulda Björk: „Þú klikkar úr öllum skotum sem þú tekur ekki!“ Hulda Björk, fyrirliði Grindavíkur, varð sjóðheit fyrir utan línuna eftir því sem leið á leikinnVísir/Vilhelm Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, sagði að henni og liðsfélögum hefði ekki liðið illa inni á vellinum þrátt fyrir vandræðagang í byrjun. „Þór er bara hörkulið og þetta er virkilega erfiður útivöllur að koma á. Ég er bara virkilega stolt af mínu liði að þótt það hafi komið smá mótlæti í byrjun þá létum við það ekki hafa áhrif á okkur og héldum bara áfram.“ Ónefndur Grindvíkingur sendi blaðamanni skilaboð í upphafi leiks og í þeim stóð „Hulda er ísköld“. Skömmu seinna sendi sami einstaklingur skilaboðin „Hulda er alelda“ en Hulda hrökk heldur betur í gang þegar leið á leikinn. „Þú klikkar úr öllum skotum sem þú tekur ekki! Það er bara eins og það er. Ég hélt bara áfram að skjóta og þetta datt með mér í dag.“ Engu logið hérSkjáskot Dómgæslan fór létt í taugarnar á þjálfurum leiksins í dag en Hulda sagði að hún hefði lítið truflað Grindvíkinga inni á vellinum. „Kannski eitthvað smá en heilt yfir lætur maður þetta ekkert hafa áhrif á sig.“ Hulda vildi ekki meina að nú væri partý framundan á Akureyri þrátt fyrir að það væri góður slatti af Grindvíkingum fyrir norðan. En það er í það minnsta kvöldmatur í boði. „Það er bara „dinner“ og svo keyra heim!“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Þór Akureyri
Þórsarar tóku á móti Grindavík í því sem var fyrsti heimaleikur félagsins í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í efstu deild. Fyrsti leikur liðanna, í Smáranum í Kópavogi, var spennandi og því mátti búast við góðri skemmtun í dag. Sú varð raunin en heimakonur fóru virkilega vel af stað sóknarlega meðan að Grindavíkurkonur spiluðu vörnina með hangandi hendi og af mjög takmörkuðum áhuga. Þórsarar leiddu eftir 1. leikhluta 28-21þar sem Grindavíkurkonur virtust varla mættar til leiks. Sókn Grindavíkur var mun betri í öðrum leikhluta en Þórsarar gáfu lítið eftir, staðan 45-46 í hálfleik og allt galopið. Lore Devos var allt í öllu í sóknarleik Þórsara í fyrri hálfleik og Danielle Rodriguez hjá Grindavík og skoruðu báðar nánast að vild. Boðið var upp á meira af því sama í þriðja leikhluta, hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu en þristur frá Huldu Björk lagaði stöðuna fyrir Grindvíkinga, 70-72 fyrir lokaátökin. Þórsarar hófu lokafjórðunginn með látum en Grindvíkingar sýndu seiglu og reynslu og komust yfir á ný í stöðunni 76-78. Þrír þristar frá Söruh Mortensen á stuttum kafla komu Grindavík tólf stigum yfir og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin. Lokatölur 85-101 en segja má að leikurinn hafi verið mun jafnari en lokatölur gefa til kynna en Grindvíkingar reyndust einfaldlega töluvert sterkari á lokasprettinum. Atvik leiksins Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en hún var þá komin með 24 stig. Þórsarar gengu á lagið og komust yfir á ný og hefði þetta atvik getað ráðið úrslitum í leiknum en Dani kom strax inn á í fjóra með einföld fyrirmæli frá þjálfara sínum: „Nothing stupid“ sem gekk eftir. Hetjur og skúrkar Grindvíkingar fengu gott framlag frá sínum sterkustu leikmönnum. Þær Dani og Sarah voru ekki jafn einráðar í stigaskori og síðast. Dani var engu að síður stigahæst á vellinum með 28 stig og Sarah lét þristum rigna, fimm af sjö ofan í. Þá kveiknaði einnig á fyrirliðanum Huldu Björk þegar leið á leikinn. 17 stig frá henni og fjórir þristar ofan í í sex tilraunum. Hjá Þór átti Lore Devos frábæran leik framan af en svo dró töluvert af henni, eins og flestum leikmönnum Þórs sem virkuðu þreyttir á lokasprettinum. Stigahæst Þórsara var Maddie Sutton með 27 stig. Þær stöllur skoruðu meginþorra stiga Þórsara sem hefðu klárlega þurft á fleiri íslenskum stigum að halda í kvöld. Dómarar Birgir Örn Hjörvarsson, Stefán Kristinsson og Aron Rúnarsson dæmdu leikinn og komust ágætlega frá því verki. Báðir þjálfarar kvörtuðu töluvert og Daníel Andri fékk tæknivillu fyrir. „Reglur eru bara reglur“ - sagði Þorleifur þjálfari Grindavíkur eftir leikinn. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt í Höllina í dag en stemmingin var í algjöru lágmarki. Mikil neikvæðni og tuð úr stúkunni og á einum tímapunkti þurftu dómarar leiksins að biðja gæsluna um að róa stuðningsmenn Þórs niður. Stúkan í Höllinni er ansi stór og það hefði kannski verið sterkur leikur hjá Þórsurum að loka endunum og þjappa hópnum saman til að keyra upp stemminguna. Viðtöl Hulda Björk: „Þú klikkar úr öllum skotum sem þú tekur ekki!“ Hulda Björk, fyrirliði Grindavíkur, varð sjóðheit fyrir utan línuna eftir því sem leið á leikinnVísir/Vilhelm Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, sagði að henni og liðsfélögum hefði ekki liðið illa inni á vellinum þrátt fyrir vandræðagang í byrjun. „Þór er bara hörkulið og þetta er virkilega erfiður útivöllur að koma á. Ég er bara virkilega stolt af mínu liði að þótt það hafi komið smá mótlæti í byrjun þá létum við það ekki hafa áhrif á okkur og héldum bara áfram.“ Ónefndur Grindvíkingur sendi blaðamanni skilaboð í upphafi leiks og í þeim stóð „Hulda er ísköld“. Skömmu seinna sendi sami einstaklingur skilaboðin „Hulda er alelda“ en Hulda hrökk heldur betur í gang þegar leið á leikinn. „Þú klikkar úr öllum skotum sem þú tekur ekki! Það er bara eins og það er. Ég hélt bara áfram að skjóta og þetta datt með mér í dag.“ Engu logið hérSkjáskot Dómgæslan fór létt í taugarnar á þjálfurum leiksins í dag en Hulda sagði að hún hefði lítið truflað Grindvíkinga inni á vellinum. „Kannski eitthvað smá en heilt yfir lætur maður þetta ekkert hafa áhrif á sig.“ Hulda vildi ekki meina að nú væri partý framundan á Akureyri þrátt fyrir að það væri góður slatti af Grindvíkingum fyrir norðan. En það er í það minnsta kvöldmatur í boði. „Það er bara „dinner“ og svo keyra heim!“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum