Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 13:27 Slysið átti sér stað á gatnamótum Strandgötu og Hofsbrautar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi. Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi.
Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira