Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 13:00 Það var glatt á hjalla þegar Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í Grindavík árið 2022. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fá tilefni hafa gefist til að brosa út að eyrum í Grindavík undanfarna mánuði. Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira