„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 11:30 Valur Orri Valsson átti gott spjall við sérfræðinga Körfuboltakvölds eftir sigurinn gegn Tindastóli í Smáranum í gærkvöld. Stöð 2 Sport Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira