„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 11:30 Valur Orri Valsson átti gott spjall við sérfræðinga Körfuboltakvölds eftir sigurinn gegn Tindastóli í Smáranum í gærkvöld. Stöð 2 Sport Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Valur Orri var valinn PlayAir leiksins eftir frábæra frammistöðu sína með Grindavík gegn Tindastóli í gærkvöld, í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Hann ræddi við sérfræðingana í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn og þar barst talið óhjákvæmilega að Kane, og leikbanninu sem vofir yfir honum vegna kjaftbrúks við dómara fyrir hálfum mánuði síðan. „Ég heyrði bara af þessu [í fyrradag] og ég veit eiginlega ekki hvernig maður á að taka þessu. Þetta er furðulegt, það er það eina sem ég get sagt um þetta,“ sagði Valur um það hvernig hefði verið fyrir leikmenn Grindavíkur að fá fréttirnar af mögulegu banni Kane. Orka frá Kane sem auðvelt væri að nota í ranga átt Valur var beðinn um að lýsa þessum skemmtilega leikmanni og hvernig væri að vinna með honum: „Hann er frábær. Þó það sjáist kannski ekki alltaf þá heldur hann manni á tánum. Ég hef aldrei séð mann sem vill svona mikið vinna. Það er einhver orka frá honum sem smitar. Það væri auðvelt að nota hana í vitlausa átt, en maður þarf að taka honum eins og hann er og hann er frábær náungi,“ sagði Valur. Hann samsinnti því að Kane væri óhræddur við að láta félaga sína heyra það á æfingum: „Já, já. Hann lætur mann heyra það og svo er hann allt í einu hlæjandi einni sekúndu seinna. Maður fær einhverja sprengju frá honum og svo er hann að bulla í manni. Það er gaman að því. Hann er mögnuð týpa, og tilfinningavera, og ég vil bara að hann haldi áfram að vera svoleiðis,“ sagði Valur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Valur Orri Eins og fyrr segir átti Valur sjálfur frábæran leik í gærkvöld og hann endaði með þrettán stig á átján mínútum. „Ég var með það markmið að mæta vel tilbúinn í þessa úrslitakeppni. Við höfðum verið að spila tvo leiki sem skiptu kannski ekki rosalega miklu máli, og það var ekkert gaman hjá okkur. Mér fannst við vera að bíða eftir þessum tímapunkti, og ég ætlaði alla vega að nýta það alla leið í kvöld,“ sagði Valur. Hann skoraði meðal annars afar sniðuga körfu í lok fyrsta leikhluta, eftir að hafa tekið innkast í bak Péturs Rúnars Birgissonar: „Ég sá að hann var algjörlega búinn að snúa sér við og ekkert að horfa á mig, ein sekúnda eftir af klukkunni, þannig að ég tók sénsinn,“ sagði Valur. Körfuboltinn tækifæri Grindvíkinga til að koma saman og njóta Grindvíkingar hafa verið sjóðheitir eftir áramót og unnu meðal annars tíu leiki í röð. Hvað breyttist? Vissulega kom Julio De Assis sterkur inn en Valur segir menn líka hafa þurft tíma til að takast á við allar breytingarnar sem fylgdu eldgosinu og gerðu að verkum að menn þurftu að yfirgefa heimabæ sinn. „Julio gefur okkur margt. Þetta ástand sem varð í Grindavík… menn þurftu bara aðeins að meðtaka það og koma sér aftur í einhvers konar rútínu. Ég held að við höfum líka bara ákveðið að njóta þess að spila körfubolta. Að þetta væri svona þar menn gætu komið og notið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira