Versta útreið Íslandsmeistara í fyrsta leik í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2024 10:31 Leikmenn Tindastóls voru mörgum skrefum á eftir Grindvíkingum í gær. Hér hefur Dedrick Basile skilið eftir þá Adomas Drungilas og Keyshawn Woods. Vísir/Vilhelm Stólarnir hafa á þessu tímabili slegið hin ýmsu met yfir verstu frammistöðu Íslandsmeistara í titilvörn og í gær bættu þeir við enn einu slæma metinu. Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2 Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Tindastóll tapaði með 23 stigum á móti Grindavík í Smáranum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þetta er langversti skellur Íslandsmeistara frá upphafi í fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir að þeir unnu titilinn. Stólarnir meira en tvöfölduðu metið. Stærsta tapið fyrir leikinn í gærkvöldi var 11 stiga tap Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni 2000. Grindvíkingar halda því metinu yfir stærsta sigurinn á meisturum ársins á undan. Stólarnir eru líka aðeins fimmtu Íslandsmeistararnir í sögu úrslitakeppninnar sem tapa fyrsta leik. Úrslitakeppnin fór fyrst fram árið 1984 og fer fram í fertugasta skiptið í ár. Það þýðir að 35 af 40 Íslandsmeisturum hafa byrjað næstu úrslitakeppni á eftir með sigri í fyrsta leik eða 88 prósent meistaranna. Hin liðin í hóp með Tindastól eru fyrrnefnt Keflavíkurlið frá 2000, KR liðið frá 2008, Njarðvíkingar frá 1992 og svo Valsmenn í fyrra. Valsliðið í fyrra tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en vann svo næstu þrjá. Liðið endaði á því að fara alla leið í úrslitin en tapaði þá fyrir Tindastól í oddaleik. Valsliðið í fyrra eru einu meistararnir sem hafa komist áfram í sínu einvígi eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í titilvörninni. Nú reynir á Stólanna að breyta því. Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Íslandsmeistarar sem hafa tapað fyrsta leik í úrslitakeppni árið eftir Tindastóll 2024 Tapaði með 23 stigum á útivelli á móti Grindavík (88-111) - staðan er 1-0 fyrir Grindavík - Valur 2023 Tapaði með 5 stigum á heimavelli á móti Stjörnunni (89-94) - vann einvígið 3-1 - KR 2008 Tapaði með 9 stigum á heimavelli á móti ÍR (76-85) - tapaði einvíginu 1-2 - Keflavík 2000 Tapaði með 11 stigum á útivelli á móti Grindavík (61-72) - tapaði einvíginu 1-2 - Njarðvík 1992 Tapaði með 2 stigum á heimavelli á móti Val (68-70) - tapaði einvíginu 1-2
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum