„Farið hefur fé betra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2024 00:02 Caitlyn Jenner hefur alla tíð verið sannfærð um að OJ Simpson hafi verið sekur um morð. Hún sparaði því ekki stóru orðin þegar fréttir af andláti hans bárust. Getty Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil. Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira
Hin 74 ára Jenner skrifar í færslunni sem birtist á X/Twitter fyrr í dag „Farið hefur fé betra“ auk myllumerkisins #OJSimpson. Good Riddance #OJSimpson— Caitlyn Jenner (@Caitlyn_Jenner) April 11, 2024 Jenner hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að OJ Simpson hafi verið sekur í morðmálinu 1994. Jenner og Simpson voru aldrei nátengd en tengdust þó ákveðnum böndum gegnum maka sína. Robert Kardashian, fyrri eiginmaður Kris Jenner, var besti vinur OJ Simpson og síðar lögmaður hans í „Réttarhöldum aldarinnar“ árið 1994 þegar OJ var sakaður um að hafa drepið eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar, Ronald Goldman. Kris skildi við Robert Kardashian árið 1991 og giftist Bruce Jenner mánuði síðar (en Jenner kom út sem trans kona árið 2015 og tók þá upp nafnið Caitlyn). Kris og Caitlyn hafa ætíð talið OJ sekan Kris tók ekki afstöðu með OJ í málinu heldur krafðist réttlætis vegna morðsins á Nicole Brown, sem hafði verið náin vinkona hennar. Dómsmálið tók því verulega á fjölskylduna. Caitlyn Jenner hafði sömu afstöðu og Kris í máli OJ og hefur ítrekað það í gegnum árin að Simpson hafi verið sekur en sloppið. Í þætti hjá Dr. Phil árið 2009 rifjaði Caitlyn upp hvernig það var þegar fréttirnar af sýknun OJ bárust. „Krakkarnir komu inn og sögðu „Ég sagði þér að hann hefði ekki gert það.“ Við settumst niður með þeim og ég sagði „Bara af því hann var sýknaður þýðir það ekki að hann hafi ekki gert það og mig langar ekki að heyra minnst á nafn hans framar“ og ég átti mörg samtöl við Robert til að tryggja að þetta myndi ekki rústa fjölskyldunni,“ sagði Jenner við Dr. Phil.
Bandaríkin Hollywood Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira
OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. 11. apríl 2024 14:49