Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 12:25 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki megi rifta samningi Landsbankans um kaup á TM nema það verði skoðað gaumgæfilega. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. „Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Vendingar hafi ýtt fólki í ákafara samtal Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Vendingar hafi ýtt fólki í ákafara samtal Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira