Leikkonurnar Ilmur, Saga og Katla hafa deilt skemmtilegum augnablikum úr ferðinni með fylgjendum sínum á Instagram. Má þar nefna skemmtilega samkvæmisleiki: „Hver er með lengri hendur“ og „Hver á hvaða kálfa?“
Þess á milli strollaði hópurinn um bæinn, fóru í jóga ásamt því að vera vel við sig í mat og drykk. Svo sá Snorri um grillveislu svo athygli vakti. Líkt og eftirfarandi myndir gefa til kynna var líf og fjör í ferðinni.










