„Þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 22:39 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er fullur bjartsýni fyrir næsta leik á Egilsstöðum Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni efstu deildar en Valsmenn fóru með sigur af hólmi í leik kvöldsins, 94-75. Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum