Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 00:23 Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni, segir sífellt fleiri pör leita ráðgjafar vegna ágreinings um fjármál. Snjalltækjanotkun sé einnig stórt vandamál. Bylgjan/Getty Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. Theodór Francis svarar reglulega spurningum lesenda Smartlands um vandræði í parasamböndum. Ein slík vakti athygli nýverið en um var að ræða hjón á barmi skilnaðar af því konan þráir Tenerife en maðurinn vill borga inn á lán. Af því tilefni kom Theodór í Reykjavík síðdegis í dag til að ræða um fjármál para. „Hvað getum við og hvað er skynsamlegt?“ Theodór segir það oft koma upp í viðtölum hjá sér að fólk sé ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum. Maðurinn sem sendi inn spurninguna á Smartlandi spurði „Hefur þú heyrt að fólk skilji vegna verðbólgu og hárra stýrivaxta?“ en Theodór segist sjaldan hafa fengið svo drastíska spurningu. Samtalið skipti þá máli. „Það þarf bara að setjast niður og tala um málin og reyna að finna út „Hvað getum við og hvað er skynsamlegt?“ Það sem við getum ekki eða það sem er óskynsamlegt væri mjög skynsamlegt að sleppa. En þá þarf parið að vera sammála um það,“ segir Theodór. „Svo er ekkert víst að parið sjái það alveg eins, kannski finnst einhverjum miklu mikilvægara að komast í frí en að borga inn á lán,“ segir hann. Ráðleggur fólki að leika sér nema það hafi ekki efni á því Theodór segir snjallt að ferðast og hafa gaman en fólk verði að láta skuldbindingar ganga fyrir. Hvað ráðleggur þú fólki? Hvort á að fara til Tenerife eða borga inn á lán? „Það segir kannski ýmislegt að ég hef ekki farið til Tenerife í nokkuð mörg ár en ég hef alveg ferðast. Ég ráðlegg fólki að ferðast og leika sér en ráðlegg fólki að gera ekkert sem það hefur ekki efni á að gera. Ef fólk þarf að velja á milli þess að standa í skilum með lánin sín eða fara í ferðalög er alveg augljóst að fólk á að láta skuldbindingar ganga fyrir,“ segir Theodór. „Í sumum tilfellum getur verið mjög snjallt að taka frá pening sem þú sannarlega átt og getur ráðstafað og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og maka sínum. Það er ekkert alltaf það snjallasta að kreista sig alveg út í hið óendanlega peningalega til þess að geta borgað lánin. En þetta snýst í öllum tilfellum um „Ráðum við við þetta, getum við þetta og erum við sammála um það?“ Þannig ég hvet fólk til þess að tala þangað til það er orðið sammála,“ segir hann. Fjármálin meira til vandræða en framhjáhald Er algengt að fjármál setji strik í reikninginn hjá pörum? „Erlendar rannsóknir sýna okkur að það eru fleiri parsambönd sem fara á hliðina og lenda í alvarlegum vandræðum út af fjármálum heldur en framhjáhaldi. Þannig fjármál er eitt af stóru málunum sem nánast öll pör þurfa að geta talað sig í gegnum,“ segir hann. Er það að færast í vöxt í seinni tíð? „Núna í þessu vaxtaumhverfi sem við búum í þá eykst þessi vandi og fjármál eru actual vandamál hjá mörgum í dag. Svo koma samfélagsmiðlarnir og segja „Ef þú ferð ekki til útlanda þá ertu grand loser“ og þar eru ótrúlega margir sem missa fæturna og láta væntingar annarra draga sig langt út fyrir þolmörkin sín. Það fólk mun lenda í vandræðum,“ segir Theodór. Lífsgæðakapphlaupið er að fara með samböndin? „Alltof mikið, því miður,“ segir hann og bætir við „Þá er ég ekki að segja að við eigum ekki að njóta þeirra fjármuna sem við höfum. Ég leik mér heilmikið og ég ætla ekki að hætta því. En ég vel í hvað set ég þá peninga sem ég vil leika mér með.“ Fyrirtækið Lausnin sem Theodór vinnur hjá varð til eftir hrun. Hann segir að þá hafi verið mjög mikið rætt um fjármál og rifjar hann upp þegar kreppubílar komust í tísku. „Þá voru menn að leggja Range Rover og kalla það Game Over og Land Cruiser var kallaður Grand Loser. Menn kappkostuðu að reyna að eiga bílana sem þeir keyrðu. Það var kallað kreppubíll. Ég hef sennilega fests í þessum fasa því minn bíll er 21 árs gamall Grand Loser þannig ég er enn á kreppubílnum,“ segir hann. Samtalið erfitt og þess vegna sleppi fólk því Pör sem tala ekki um fjármálin sín. Er algengt að þau bíði með það þar til er komið í óefni? „Ef við venjulega fólkið, við sem þurfum að hugsa um það sem við höfum, tölum ekki um það þá lendum við í vandræðum. Í fjármálum eins og svo mörgu er þetta spurning um „Næ ég að uppfylla væntingar mínar?“ og „Eru væntingar maka míns uppfylltar?“ Til að ég geti uppfyllt væntingar maka míns þarf ég að þekkja væntingarnar,“ segir Theodór. Þetta er ekkert rosalega auðvelt samtal. „Nei, þetta er ótrúlega erfitt og þess vegna sleppir fólk því,“ segir hann. „Stundum getur maki verið með væntingar til okkar sem við náum ekki að uppfylla. Mín heittelskaða hefur verið með væntingu til mín sem mér finnst mjög góð hugmynd en ég hef ekki náð að uppfylla hana. Það er að þéna meira en vinna minna. Það er rosagóð hugmynd, ég hef bara ekki fundið uppskriftina. Þetta er erfitt samtal og þess vegna sleppir fólk því,“ segir Theodór. Ofnotkun á snjalltækjum og tengslaleysi vandamál Er eitthvað fleira að færast í vöxt sem ástæða fyrir vandræðum? „Mér finnst núna mest vera vandamál hjá pörum snjalltæki og notkun fjölskyldumeðlima á snjalltækjum. Þá erum við náttúrulega að tala um ofnotkun á þeim,“ segir Theodór. Er fólk þá frekar í símanum en að eyða tíma með sínum heittelskuðu? „Þá er tíminn sem við höfum til að tengjast ekki notaður. Það er því miður mjög algengt að pör eru illa tengd hvort öðru og fjölskyldur eru mjög illa tengdar hvor annarri. Ég er alls ekki að segja að þetta sé algilt en þetta er alltof algengt,“ segir hann. „Að mínu mati er þetta viðvarandi vandamál sem við þurfum að þora að takast á við,“ segir Theodór að lokum. Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Ferðalög Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Theodór Francis svarar reglulega spurningum lesenda Smartlands um vandræði í parasamböndum. Ein slík vakti athygli nýverið en um var að ræða hjón á barmi skilnaðar af því konan þráir Tenerife en maðurinn vill borga inn á lán. Af því tilefni kom Theodór í Reykjavík síðdegis í dag til að ræða um fjármál para. „Hvað getum við og hvað er skynsamlegt?“ Theodór segir það oft koma upp í viðtölum hjá sér að fólk sé ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum. Maðurinn sem sendi inn spurninguna á Smartlandi spurði „Hefur þú heyrt að fólk skilji vegna verðbólgu og hárra stýrivaxta?“ en Theodór segist sjaldan hafa fengið svo drastíska spurningu. Samtalið skipti þá máli. „Það þarf bara að setjast niður og tala um málin og reyna að finna út „Hvað getum við og hvað er skynsamlegt?“ Það sem við getum ekki eða það sem er óskynsamlegt væri mjög skynsamlegt að sleppa. En þá þarf parið að vera sammála um það,“ segir Theodór. „Svo er ekkert víst að parið sjái það alveg eins, kannski finnst einhverjum miklu mikilvægara að komast í frí en að borga inn á lán,“ segir hann. Ráðleggur fólki að leika sér nema það hafi ekki efni á því Theodór segir snjallt að ferðast og hafa gaman en fólk verði að láta skuldbindingar ganga fyrir. Hvað ráðleggur þú fólki? Hvort á að fara til Tenerife eða borga inn á lán? „Það segir kannski ýmislegt að ég hef ekki farið til Tenerife í nokkuð mörg ár en ég hef alveg ferðast. Ég ráðlegg fólki að ferðast og leika sér en ráðlegg fólki að gera ekkert sem það hefur ekki efni á að gera. Ef fólk þarf að velja á milli þess að standa í skilum með lánin sín eða fara í ferðalög er alveg augljóst að fólk á að láta skuldbindingar ganga fyrir,“ segir Theodór. „Í sumum tilfellum getur verið mjög snjallt að taka frá pening sem þú sannarlega átt og getur ráðstafað og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og maka sínum. Það er ekkert alltaf það snjallasta að kreista sig alveg út í hið óendanlega peningalega til þess að geta borgað lánin. En þetta snýst í öllum tilfellum um „Ráðum við við þetta, getum við þetta og erum við sammála um það?“ Þannig ég hvet fólk til þess að tala þangað til það er orðið sammála,“ segir hann. Fjármálin meira til vandræða en framhjáhald Er algengt að fjármál setji strik í reikninginn hjá pörum? „Erlendar rannsóknir sýna okkur að það eru fleiri parsambönd sem fara á hliðina og lenda í alvarlegum vandræðum út af fjármálum heldur en framhjáhaldi. Þannig fjármál er eitt af stóru málunum sem nánast öll pör þurfa að geta talað sig í gegnum,“ segir hann. Er það að færast í vöxt í seinni tíð? „Núna í þessu vaxtaumhverfi sem við búum í þá eykst þessi vandi og fjármál eru actual vandamál hjá mörgum í dag. Svo koma samfélagsmiðlarnir og segja „Ef þú ferð ekki til útlanda þá ertu grand loser“ og þar eru ótrúlega margir sem missa fæturna og láta væntingar annarra draga sig langt út fyrir þolmörkin sín. Það fólk mun lenda í vandræðum,“ segir Theodór. Lífsgæðakapphlaupið er að fara með samböndin? „Alltof mikið, því miður,“ segir hann og bætir við „Þá er ég ekki að segja að við eigum ekki að njóta þeirra fjármuna sem við höfum. Ég leik mér heilmikið og ég ætla ekki að hætta því. En ég vel í hvað set ég þá peninga sem ég vil leika mér með.“ Fyrirtækið Lausnin sem Theodór vinnur hjá varð til eftir hrun. Hann segir að þá hafi verið mjög mikið rætt um fjármál og rifjar hann upp þegar kreppubílar komust í tísku. „Þá voru menn að leggja Range Rover og kalla það Game Over og Land Cruiser var kallaður Grand Loser. Menn kappkostuðu að reyna að eiga bílana sem þeir keyrðu. Það var kallað kreppubíll. Ég hef sennilega fests í þessum fasa því minn bíll er 21 árs gamall Grand Loser þannig ég er enn á kreppubílnum,“ segir hann. Samtalið erfitt og þess vegna sleppi fólk því Pör sem tala ekki um fjármálin sín. Er algengt að þau bíði með það þar til er komið í óefni? „Ef við venjulega fólkið, við sem þurfum að hugsa um það sem við höfum, tölum ekki um það þá lendum við í vandræðum. Í fjármálum eins og svo mörgu er þetta spurning um „Næ ég að uppfylla væntingar mínar?“ og „Eru væntingar maka míns uppfylltar?“ Til að ég geti uppfyllt væntingar maka míns þarf ég að þekkja væntingarnar,“ segir Theodór. Þetta er ekkert rosalega auðvelt samtal. „Nei, þetta er ótrúlega erfitt og þess vegna sleppir fólk því,“ segir hann. „Stundum getur maki verið með væntingar til okkar sem við náum ekki að uppfylla. Mín heittelskaða hefur verið með væntingu til mín sem mér finnst mjög góð hugmynd en ég hef ekki náð að uppfylla hana. Það er að þéna meira en vinna minna. Það er rosagóð hugmynd, ég hef bara ekki fundið uppskriftina. Þetta er erfitt samtal og þess vegna sleppir fólk því,“ segir Theodór. Ofnotkun á snjalltækjum og tengslaleysi vandamál Er eitthvað fleira að færast í vöxt sem ástæða fyrir vandræðum? „Mér finnst núna mest vera vandamál hjá pörum snjalltæki og notkun fjölskyldumeðlima á snjalltækjum. Þá erum við náttúrulega að tala um ofnotkun á þeim,“ segir Theodór. Er fólk þá frekar í símanum en að eyða tíma með sínum heittelskuðu? „Þá er tíminn sem við höfum til að tengjast ekki notaður. Það er því miður mjög algengt að pör eru illa tengd hvort öðru og fjölskyldur eru mjög illa tengdar hvor annarri. Ég er alls ekki að segja að þetta sé algilt en þetta er alltof algengt,“ segir hann. „Að mínu mati er þetta viðvarandi vandamál sem við þurfum að þora að takast á við,“ segir Theodór að lokum.
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Ferðalög Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira