Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 19:51 Margot Robbie sem lék Barbie og framleiddi myndina um dúkkuna er einn eigandi framleiðslufyrirtækisins LuckyChap sem mun framleiða myndir um Sims og Mónópólý, Samsett/Getty/EA Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur. Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Sjá meira
Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur.
Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Fleiri fréttir Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Sjá meira