„Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 14:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson og félagar í Karlskrona geta tryggt sér sigur í einvíginu gegn Västerås í kvöld. vísir/hulda margrét Einn íslensku leikmannanna hjá Karlskrona segist aldrei hafa lent í aðstæðum eins og í leik gegn Västerås í gær. Þá þurfti að endurtaka vítakast úr leik sem fór fram fjórum dögum fyrr. Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“ Sænski handboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“
Sænski handboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira