Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:50 Biden hefur hingað til verið ötulasti stuðningsmaður Netanyahu en afstaða hans hefur breyst. Það má meðal annars rekja til hörmungarástandsins sem nú ríkir á Gasa og auknum hita í kosningabaráttunni heima fyrir. GPO/Anadolu/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira