Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Ofsaaksturinn átti sér stað á Akranesi árið 2022. Vísir/Arnar Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent