Vegagerðin ítrekar einnig að vegfarendur virði lokanir því annað gæti leitt til þess að tafir verði á opnun. Af helstu vegum má nefna að lokað er á Holtavörðuheiðinni. Þar er mokstur hafinn en gæti tekið nokkurn tíma.
Fróðarheiðin er einnig lokuð og sömu sögu er að segja af Þröskuldum, Dynjandisheiði, Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegi. Þá einnig lokað um Fjarðarheiði eins og oft undanfarið. Þar er mokstur einnig hafinn en varað við því að tíma gæti tekið að opna að nýju.