Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Enn er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns. Heldur lægir þá tímabundið en von á öðrum úrkomubakka á morgun. Úrkoma á Seyðisfirði og í Neskaupstað hefur þó ekki verið mikil.
Flestir fjallvegir á Austurlandi eru enn lokaðir en vegir innanbæjar eru enn opnir. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.