„Aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks“ Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 13:23 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Fyrstu gestirnir í þrjár vikur dýfðu tánum í Bláa lónið klukkan tólf á hádegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu fagnar opnuninni og segir fyllsta öryggis gætt. Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira