Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 16:21 Alena Agafonova í dómsal í Volgograd í morgun. Dómstólar Volgogradhéraðs Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Stytta þessi er í Volgograd og er til minnis orrustunnar um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Konan var sökuð um að móðga baráttu sovésku þjóðarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Á myndbandinu þóttist hún kitla eða strjúka brjóst styttunnar með fingrinum. Sjá einnig: Einstök fegurð minningargarðsins í Volgograd Konan, sem heitir Alena Agafonova, flúði Rússland en sneri aftur í febrúar. Nú hefur hún verið fundin sek á grunni laga sem snúast um að flytja út boðskap nasista á internetinu og dæmd til þess að verja tíu mánuðum í þrælkunarvinnu og meinað að birta færslur á netinu í tvö ár, samkvæmt frétt Meduza. Agafona hefur beðist afsökunar og segist ekki hafa viljað móðga neinn. Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Sjá einnig: Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Fjöldi fólks hefur verið dæmdur í fangelsi og þá meðal annars á grunni nýrra laga sem banna fólki að móðga rússneska herinn. Forsvarsmönnum mannréttindasamtaka hefur verið gert að hætta starfsemi og frjálsum fjölmiðlum lokað.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01