„Ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. apríl 2024 22:26 Kristinn Pálsson lék við hvurn sinn fingur í kvöld og skoraði 41 stig Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson var hetja Valsmanna í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í framlengdum leik, 106-114. Kristinn skoraði 41 stig og tíu fyrsti stig liðsins í framlengingunni. Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti