Í basli með viðhald og viðgerðir á olíuvinnslum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 10:34 Rússar bönnuðu útflutning bensíns í febrúar. EPA/MAXIM SHIPENKOV Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa gert Rússum erfitt um vik með viðhald í olíuvinnslustöðvum og viðgerðir eftir drónaárásir Úkraínumanna. Skortur er á varahlutum og fyrirtæki sem geta framleitt og selt varahluti eru ekki rússnesk. Í frétt Reuters er til að mynda vísað til þess þegar túrbína bilaði í stærstu olíuvinnslu fyrirtækisins Lukoil í byrjun ársins. Verkfræðingar fyrirtækisins eru sagðir hafa áttað sig fljótt á því að vandamálið væri umfangsmikið. Eina fyrirtækið í Rússlandi sem byggi yfir reynslu í viðgerðum fyrir olíuvinnsluna var bandarískt. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem heitir UOP, hætti starfsemi í Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Heimildarmaður Reuters segir að leit að varahlutum hafi ekki skilað árangri og því hafi ekki tekist að koma umræddri framleiðslulínu aftur í gang. Þessi lína er notuð til að breyta hráolíu í eldsneyti. Hún er önnur af tveimur í umræddri olíuvinnslu. Eldsneytisframleiðsla hefur dregist saman um fjörutíu prósent í þessari olíuvinnslu, sem er sú fjórða stærsta í Rússlandi. Hún hefur einnig orðið fyrir árás með sjálfsprengidrónum sem hefur gert ástandið verra. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands sagði í síðustu viku að starfsmenn tveggja rússneskra fyrirtækja væru að framleiða varahluti og að framleiðslulínan ætti að vera komin aftur í gang innan tveggja mánaða. Vandræði víða Heimildarmenn Reuters segja forsvarsmenn annarra olíuvinnsla eiga við sambærileg vandamál að etja. Olíuvinnslur Rússa hafi að miklu leyti verið byggðar af evrópskum og bandarískum fyrirtækjum og sérfræðikunnáttu skorti í Rússlandi. Forsvarsmenn einhverra fyrirtækja eru sagðir hafa leitað til Kína eftir aðstoð en sú aðstoð felur oftast í sér algera endursmíð á vinnslulínum í stað ódýrari viðgerða. Rússar hafa gripið til þessa ráðs að flytja inn eldsneyti frá Belarús og bannað útflutning bensíns í hálft ár þar sem framleiðslan hefur dregist saman í Rússlandi. Talið er að eldsneytisframleiðsla í Rússlandi hafi dregist saman um fjórtán prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Úkraínumenn hafa gert þó nokkrar drónaárásir á olíuvinnslur í Rússlandi á undanförnum vikum og hafa þær gert ástandið verra. Sérfræðingur í málefnum rússneskra orkufyrirtækja segir að haldi þessar árásir áfram, geti Úkraínumenn mögulega valdið miklum skaða á olíuframleiðslu í Rússlandi. Árásirnar gætu verið tíðari en Rússar ráði við að laga. Drónar eru þar að auki mun ódýrari en kostnaðurinn við viðgerðir og varahluti. Rússland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í frétt Reuters er til að mynda vísað til þess þegar túrbína bilaði í stærstu olíuvinnslu fyrirtækisins Lukoil í byrjun ársins. Verkfræðingar fyrirtækisins eru sagðir hafa áttað sig fljótt á því að vandamálið væri umfangsmikið. Eina fyrirtækið í Rússlandi sem byggi yfir reynslu í viðgerðum fyrir olíuvinnsluna var bandarískt. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem heitir UOP, hætti starfsemi í Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Heimildarmaður Reuters segir að leit að varahlutum hafi ekki skilað árangri og því hafi ekki tekist að koma umræddri framleiðslulínu aftur í gang. Þessi lína er notuð til að breyta hráolíu í eldsneyti. Hún er önnur af tveimur í umræddri olíuvinnslu. Eldsneytisframleiðsla hefur dregist saman um fjörutíu prósent í þessari olíuvinnslu, sem er sú fjórða stærsta í Rússlandi. Hún hefur einnig orðið fyrir árás með sjálfsprengidrónum sem hefur gert ástandið verra. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands sagði í síðustu viku að starfsmenn tveggja rússneskra fyrirtækja væru að framleiða varahluti og að framleiðslulínan ætti að vera komin aftur í gang innan tveggja mánaða. Vandræði víða Heimildarmenn Reuters segja forsvarsmenn annarra olíuvinnsla eiga við sambærileg vandamál að etja. Olíuvinnslur Rússa hafi að miklu leyti verið byggðar af evrópskum og bandarískum fyrirtækjum og sérfræðikunnáttu skorti í Rússlandi. Forsvarsmenn einhverra fyrirtækja eru sagðir hafa leitað til Kína eftir aðstoð en sú aðstoð felur oftast í sér algera endursmíð á vinnslulínum í stað ódýrari viðgerða. Rússar hafa gripið til þessa ráðs að flytja inn eldsneyti frá Belarús og bannað útflutning bensíns í hálft ár þar sem framleiðslan hefur dregist saman í Rússlandi. Talið er að eldsneytisframleiðsla í Rússlandi hafi dregist saman um fjórtán prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Úkraínumenn hafa gert þó nokkrar drónaárásir á olíuvinnslur í Rússlandi á undanförnum vikum og hafa þær gert ástandið verra. Sérfræðingur í málefnum rússneskra orkufyrirtækja segir að haldi þessar árásir áfram, geti Úkraínumenn mögulega valdið miklum skaða á olíuframleiðslu í Rússlandi. Árásirnar gætu verið tíðari en Rússar ráði við að laga. Drónar eru þar að auki mun ódýrari en kostnaðurinn við viðgerðir og varahluti.
Rússland Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira