Leið til heillandi kirkju – Guðrúnu sem biskup Toshiki Toma skrifar 6. apríl 2024 07:30 Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun