Hækkuðu bindiskyldu lánastofnana á aukafundi Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 08:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Arnar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka fasta bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum í þrjú prósent af bindigrunni. Breytingin tekur gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, 21. apríl næstkomandi. Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta var ákveðið á aukafundi peningastefnunefndar á þriðjudaginn. Yfirlýsing nefndarinnar var birt í morgun. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að ein grunnforsenda þess að unnt sé að reka sjálfstæða og trúverðuga peningastefnu sé að Seðlabanki Íslands búi yfir öflugum gjaldeyrisforða. Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra. Er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. „Hlutverk forðans er að draga úr áhrifum sveiflna í greiðslujöfnuði með hliðsjón af stefnu bankans í peninga- og gengismálum. Þá dregur öflugur gjaldeyrisforði úr líkum á því að fjármagnshreyfingar til og frá landinu raski fjármálastöðugleika. Hann er auk þess öryggissjóður sem hægt er að grípa til þegar stór og óvænt áföll eiga sér stað sem raska gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Slíkri tryggingu fylgir hins vegar kostnaður sem eykst eftir því sem vaxtamunur gagnvart útlöndum er meiri. Þessi kostnaður er að mestu leyti borinn af Seðlabankanum en aðrir innlendir haghafar njóta ábatans í formi hagstæðari vaxtakjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ákvörðunin um hækkun bindiskyldunnar er hluti af heildarendurskoðun Seðlabankans á vaxtakjörum sem helstu mótaðilar njóta í bankanum og hefur það að markmiði að dreifa betur kostnaði sem fylgir því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hækkun bindiskyldu getur haft áhrif á aðhaldsstig peningastefnunnar en í ljósi rúmrar lausafjárstöðu innlánsstofnana hjá Seðlabankanum ættu skammtímaáhrif breytingarinnar að vera takmörkuð. Til lengri tíma mun hún hins vegar skjóta traustari fótum undir rekstur peningastefnunnar og þannig auka trúverðugleika Seðlabankans og stuðla að bættri skilvirkni peningastefnunnar,“ segir í yfirlýsingunni. Margþætt hlutverk Bindiskylda er skylda banka til að eiga lausafjáreignir í ákveðnu hlutfalli af skuldbindingum þeirra og er um að ræða eitt af stjórntækjum seðlabanka. Á vef Seðlabankans segir að hlutverk bindiskyldu sé margþætt en megi flokka í þrennt. Bindiskylda getur gegnt hlutverki í lausafjárstýringu og stuðlað að skilvirkari miðlun peningastefnunnar, hún getur verið varúðartæki sem tryggir að bankar eigi visst hlutfall tryggra lausafjáreigna og henni getur verið beitt í peningastefnulegum tilgangi.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira