Stöð 2 Sport
Klukkan 19.10 er Skiptiborðið á dagskrá. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta. Klukkan 21.15 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.55 er leikur Leeds United og Millwall í ensku bikarkeppni unglingaliða í knattspyrnu, FA Youth Cup, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.30 er Augusta National Women´s Amateur-mótið í golfi á dagskrá. Klukkan 22.00 er komið að T-Mobile Match Play-mótinu í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.00 er leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta á dagskrá.
Vodafone Sport
Premier League Darts er á dagskrá klukkan 18.00.
Klukkan 23.05 er leikur Hurricanes og Bruins í NHL-deildinni í íshokkí.
Klukkan 02.25 er æfing 1 fyrir kappakstur helgarinnar i Formúlu 1 á dagskrá. Kappaksturinn fer fram í Japan að þessu sinni.
Subway-deildin
Klukkan 19.05 hefst útsending frá Álftanesi þar sem heimamenn taka á móti Hetti.
Subway-deildin 2
Klukkan 19.10 hefst útsending frá Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Val.