Umfang mannréttindabrota í Haítí sagt fordæmalaust Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:58 Til átaka kom milli lögregluþjóna og meðlima glæpagengja við forsetahöll Haítí í vikunni. AP/Odelyn Joseph Tugir þúsunda hafa flúið ofbeldið og átökin Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á undanförnum vikum. Glæpagengi stjórna stórum hlutum borgarinnar og hafa glæpamenn rænt, skemmt og brennt fyrirtæki, apótek og skóla. Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða. Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða.
Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51