Umfang mannréttindabrota í Haítí sagt fordæmalaust Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:58 Til átaka kom milli lögregluþjóna og meðlima glæpagengja við forsetahöll Haítí í vikunni. AP/Odelyn Joseph Tugir þúsunda hafa flúið ofbeldið og átökin Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á undanförnum vikum. Glæpagengi stjórna stórum hlutum borgarinnar og hafa glæpamenn rænt, skemmt og brennt fyrirtæki, apótek og skóla. Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða. Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða.
Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51