„Veit að hún er að hugsa málið“ Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. apríl 2024 19:10 Katrín Jakobsdóttir er að hugsa málið um mögulegt forsetaframboð, að sögn samstarfsmanns hennar Orra Páls Jóhannssonar. Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. „Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum