„Veit að hún er að hugsa málið“ Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. apríl 2024 19:10 Katrín Jakobsdóttir er að hugsa málið um mögulegt forsetaframboð, að sögn samstarfsmanns hennar Orra Páls Jóhannssonar. Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. „Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
„Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira