Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:59 María segir málin fleiri en eitt, og þau varði fleiri en einn einstakling. Vísir/Egill Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira