Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 15:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Vísi. Tilefnið er skoðanapistill undir nafni Týs í Viðskiptablaðinu þar sem því er velt upp hvort Viðreisn og Þorgerður Katrín myndu ekki græða mest á því að ganga til liðs við Framsókn og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn í stað Vinstri grænna fari það svo að Katrín bjóði sig fram. Vinni hörðum höndum að því að koma sér í stjórn Þar er því veitt athygli að Þorgerður Katrín hafi lýst yfir stuðningi við Katrínu í forsetaframboði fari svo að hún bjóði sig fram. Allir sem þekki Þorgerði Katrínu viti að eitthvað liggi að baki svo afdráttarlausum stuðningi hennar. „Þorgerður Katrín veit, eins og flestir, að ríkisstjórnin mun ekki lifa af brotthvarf Katrínar. Eins er ólíklegt að Vinstri græn lifi af setu í ríkisstjórn fram að næstu kosningum,“ segir meðal annars í nafnlausa skoðanapistlinum undir nafni Týs. Þar segir að vænleg leið til þess að auka fylgi Viðreisnar sé að koma flokknum í ríkisstjórn. „Því vinnur Þorgerður Katrín að því hörðum höndum þessa dagana að koma sér í stjórn. Þá verður auðvitað mörgum brögðum beitt og auðvitað kostur að hafa færri en fleiri hugsjónir.“ Vill kosningar hið fyrsta „Er ekki Munkhausen endurfæddur þarna hjá Viðskiptablaðinu? Ég ætla ekki að segja mikið meira. Þetta er það sem fylgir spennu og umbreytingum í stjórnmálum, þá fara misgóðir blaðamenn á kreik. Þetta er eitt af því sem maður þarf að lifa með,“ segir Þorgerður. Hún segir engan af Viðskiptablaðinu hafa rætt málin við sig en Þorgerður segist frekar eiga von á því að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna muni reyna að halda áfram sinni samvinnu frekar en að boða til kosninga eða fá aðra flokka með sér í samstarf. „Ef hún fer þá hljóta þeir að reyna að halda áfram, ég geri ekki ráð fyrir öðru. Þetta eru flokkar sem hafa starfað saman í sjö ár og hafa komist upp með að gera ekki neitt annað heldur en að halda pottlokinu ofan á íslensku samfélagi. Þeim hefur gengið vel með það svo ég geri ráð fyrir því að þau reyni að halda áfram en vonast til þess að kosningar verði sem fyrst.“ Þér hugnast ekki að ganga til liðs við flokkana í ríkisstjórn ef þetta samstarf liðast í sundur? „Ég held það væri bara mikilvægast fyrir þjóðina að fá kosningar sem fyrst. Óháð því hvort Katrín fer fram eða ekki. Því lengur sem þessi ríkisstjórn situr því verra er það fyrir okkur, þá erum við bara að fresta öllum málum. Það er ekki verið að gera neitt af viti og loksins eru fleiri að vakna við það að við þurfum að fara að tala um það sem skiptir máli, það er krónan sem er helsti dragbítur íslenskra heimila, það eru fjármál heimilanna,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að því fyrr sem stjórnarformið breytist því betra sé það fyrir þjóðina. Algjör kyrrstaða hafi verið í ýmsum málaflokkum og nefnir hún orkumálin og heilbrigðismál sem dæmi.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent