Markmaðurinn tryggði liðinu stig með marki frá eigin vallarhelmingi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 16:32 Gabriel Kobylak skoraði ótrúlegt mark til að tryggja liði sínu stig í pólsku deildinni í gær. Vísir/Getty Gabriel Kobylak, markvörður pólska liðsins Radomiak Radom, reyndist hetja liðsins er hann skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi gegn Puszcza í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Það að Puszcza og Radomiak Radom geri 1-1 jafntefli í pólsku deildinni í knattspyrnu ratar alla jafna ekki í íslenska fjölmiðla. Hins vegar fá úrslit gærdagsins að fljóta með, einfaldlega vegna þess að gestirnir tryggðu sér stig á ótrúlegan hátt. Gestirnir í Radomiak Radom lentu í kröppum dansi snemma leiks þegar heimamenn tóku forystuna strax á fjórðu mínútu leiksins. Ekki batnaði útlitið á 63. mínútu þegar Radomiak Radom missti mann af velli með beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika seinusta hálftíma leiksins manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst gestunum að finna jöfnunarmark aðeins þremur mínútum eftir að liðið missti mann af velli. Markið kom heldur betur úr óvæntri átt, en það var markvörðurinn Gabriel Kobylak sem jafnaði metin með skoti nánast frá eigin vítateig. Eins og gefur að skilja fögnuðu liðsfélagar Kobylak markinu vel og innilega og varð niðurstaðan að lokum 1-1 jafntefli, en markið má sjá hér fyrir neðan. 🇵🇱😯 Radomiak Radon's goalkeeper Gabriel Kobylak scored from just outside his own box yesterday! 💫 pic.twitter.com/tNEwhyFvLe— EuroFoot (@eurofootcom) April 2, 2024 Radomiak Radom situr nú í 11. sæti pólsku deildarinnar með 32 stig eftir 26 leiki, sjö stigum meira en Puszcza sem er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira