Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 11:50 Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM losnuðu um þessi mánaðarmót. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að það setji vonandi aukinn þunga í viðræður við ríki og sveitarfélög. Stöð 2/Arnar Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20