Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 13:30 Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir verkefnið með vindmyllugarðinn við Vaðöldu spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra. Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira