Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 13:30 Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir verkefnið með vindmyllugarðinn við Vaðöldu spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra. Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Vindorkuverið mun rísa vestan Þjórsár, sem er í Rangárþingi ytra en hins vegar verða tvö tengivirki í nágrenni fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis, við Sultartanga og Búrfell, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra vill að vindorkulundur Landsvirkjunar, Búrfellslundur eins og hann hefur alltaf verið kallaður verði kallaður Vaðölduver, kennd við Vaðöldu sem er á svæðinu. Síðustu tvo áratugi hefur Landsvirkjun rannsakað veðurfar og stundað vindmælingar á svæðin en niðurstöður þeirra rannsókna sýna mjög skýrt að afar hagstætt er að reisa vindmyllugarð á svæðinu með um 30 vindmyllum, sem eiga að gefa um 120 megavött. Jón segir að orkumálin séu mjög spennandi málaflokkur og ekki síst fyrirhugaður vindmyllugarður í Vaðöldu. „Það er verið að reyna að búa til eitthvað umhverfi, sem að kannski bæði sveitarfélögin og nærsamfélagið og virkjunaraðilarnir og ríkið líka eru að reyna að finna út einhverja formúlu hvernig á að skipta kökunni samviskulega því að okkur finnst nærsamfélagið svolítið, hvað á ég að segja, orðið út undan í þessu öllu saman. Bæði hvernig þessu er stillt upp og ekki síst nýtingu á orkunni og hvar hún lendir,” segir Jón. Búrfellslundur eða Vaðölduver eins og Jón vill kalla það verður vindorkuver með um 30 vindmyllu, sem eiga að gefa um 120 megavött verði virkjunin að veruleika.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Jón og hans fólk í sveitarstjórn Rangárþings ytra og íbúar sveitarfélagsins almennt hlynnt vindorkuveri Landsvirkjunar, sem hér um ræðir eða hvað? „Tilfinningin er að svo sé, það hefur allavega ekki verið mikið rætt um annað hér að þetta sé spennandi verkefni. Við erum reyndar að fara í viðhorfskönnun núna á næstu misserum þar sem við ætlum að kanna hug íbúa til þessa verkefnis, bæði á verkefninu sjálfu og nýtingu orkunnar, þannig að við ætlum að gera svona viðhorfskönnun hjá íbúum hvernig mönnum litist á þetta allt saman,” segir Jón sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra Vindorka Landsvirkjun Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira