Heimamenn í Real Madrid höfðu töluverða yfirburði í leiknum en hinn brasilíski Rodrygo skoraði bæði mörk kvöldsins. Fyrst var hann á ferðinni á 8. mínútu með glæsilegan þrumufleyg rétt fyrir utan teig og svo aftur á 73. þegar hann komst einn inn fyrir eftir undirbúning frá Jude Bellingham.
Rodrygo hefur ekki beinlínis raðað mörkunum inn í vetur en hann var kominn með átta mörk í 29 deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld. Stuðningsmenn Real Madrid vilja meina að galdurinn sé að láta hann spila á vinstri vængnum, eins og sést á samanburðinum hér að neðan.
Rodrygo when he plays on the left pic.twitter.com/dfLl4DnTMS
— LLF (@laligafrauds) March 31, 2024
Real Madrid er eftir sigurinn í efsta sæti deildarinnar með 75 stig eftir 30 leiki og hefur liðið aðeins tapað einum leik í vetur. Ríkjandi meistarar Barcelona eru í 2. sæti með 67 stig og spútniklið Girone í því 3. með 65.