Stöð 2 Sport 2
Boltinn byrjar að rúlla fyrir hádegi á Stöð 2 Sport 2 en Sería A á Ítalíu á sviðið á þeirri rás. Klukkan 10:20 er það viðureign Bologna og Salernitana í Seríu A á Ítalíu. Næst er svo komið að leik Cagliari og Hellas Verona klukkan 12:50.
Lecce tekur svo á móti Róma kl. 15:50 og í lokaleik dagsins, kl. 18:35, tekur topplið Inter á móti Empoli sem berst hetjulega fyrir sæti sínu í deildinni.
Vodafone Sport
Á rás Vonafone Sport er það enska Championship deildin, B-deilin, sem ræður ríkjum að mestu og eru margir spennandi leikir í toppslagnum framundan í dag.
Við hefjum leikinn á toppslag þar sem Leicester tekur á móti Norwich kl. 11:25. Leicester-liðar freista þess að taka toppsætið en Norwich er í hörku slag um sæti í umspili.
Klukkan 13:55 er komið að leik Coventry og Cardiff, en Coventry er fjórum stigum á eftir Norwich í 7. sætinu en 6. sætið er síðasta sætið í umspil um sæti í úrvaldeild að ári.
Klukkan 16:25 tekur topplið Ipswich á móti Southampton og lokaleikurinn í enska er svo viðureign Leeds og Hull klukkan 18:55 en Leeds er í 2. sæti deildarinnar.
Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Maple Leafs og Panthers í bandarísku NHL deildinni. Hefst útsending frá honum klukkan 23:05.