Steindautt jafntefli á Etihad Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:30 Erling Haaland fékk ekki úr miklu að moða í leiknum í dag en fékk ósjaldan óblíðar móttökur frá varnarmönnum Arsenal vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti toppliði Arsenal í einum af stærstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Leikurinn varð því miður ekki sú flugeldasýning sem margir höfðu vonast eftir. Gestirnir í Arsenal vörðust mjög vel í leiknum. City-liðar héldu boltanum mun meira en sköpuðu sér ekki eitt einasta hættulegt færi. Raunar gerði Arsenal það ekki heldur en xG stuðullinn hjá báðum liðum var undir einum. Arsenal-menn lágu aftarlega á vellinum, vörðust vel og voru skipulagðir og beittu skyndisóknum þegar þeir gátu, en þeir náðu aðeins að skapa sér eitt marktækifæri í seinni hálfleik meðan City-menn dútluðu sér í hálffærum. Netverjar gáfu innbyrðis spili City í það minnsta ekki háa einkunn. Hvort er meira spennandi að horfa á?— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) March 31, 2024 Niðurstaðan sanngjarnt 0-0 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið en Liverpool er án vafa sigurvegari dagsins í toppbaráttunni, einir á toppnum með 67 stig, tveimur stigum á undan Arsenal og þremur á undan City. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti toppliði Arsenal í einum af stærstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Leikurinn varð því miður ekki sú flugeldasýning sem margir höfðu vonast eftir. Gestirnir í Arsenal vörðust mjög vel í leiknum. City-liðar héldu boltanum mun meira en sköpuðu sér ekki eitt einasta hættulegt færi. Raunar gerði Arsenal það ekki heldur en xG stuðullinn hjá báðum liðum var undir einum. Arsenal-menn lágu aftarlega á vellinum, vörðust vel og voru skipulagðir og beittu skyndisóknum þegar þeir gátu, en þeir náðu aðeins að skapa sér eitt marktækifæri í seinni hálfleik meðan City-menn dútluðu sér í hálffærum. Netverjar gáfu innbyrðis spili City í það minnsta ekki háa einkunn. Hvort er meira spennandi að horfa á?— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) March 31, 2024 Niðurstaðan sanngjarnt 0-0 jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið en Liverpool er án vafa sigurvegari dagsins í toppbaráttunni, einir á toppnum með 67 stig, tveimur stigum á undan Arsenal og þremur á undan City.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti