Settu báðar Íslandsmet í íslenskum sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:01 ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eru báðar að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum á þessu tímabili. Frjálsíþróttasamband Íslands Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð i gær fyrsta íslenska konan til að kasta yfir sjötíu metra í sleggjukasti. Tvær íslenskar konur settu Íslandsmet í sömu grein og á sama móti þegar flottasta sleggjukasteinvígi Íslandssögunnar fór fram í Texas í gær. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira