„Það er bara veisla framundan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 20:33 Óskar Bjarni var sáttur með sex marka sigur en vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum. vísir / pawel Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira