Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12.
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, les fréttir klukkan 12. Vísir

Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá kíkjum við vestur á Ísafjörð, þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í 20. sinn. Skipuleggjandi segir veður hafa sett örlítið strik í reikninginn í dag en allt hafi blessast. Þá sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi hafi lifað svo lengi. 

Slökkvilið á Suðurnesjum hafa náð að ráða niðurlögum gróðurelda, sem kviknuðu á gosstöðvunum. Þau fylgjast enn grannt með, þar sem miklir þurrkar eru á svæðinu. Við verðum í beinni útsendingu frá Reykjanesinu.

Og við kíkjum til Mangochi-héraðs í Malaví, þar sem Íslendingar hafa haldið úti mikilli þróunarsamvinnu síðustu ár. Ungbarnadauði hefur minnkað um fimmtíu prósent á síðustu fimm árum þar sem fæðingardeildir hafa verið byggðar í gegnum þá samvinnu. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×