Þá kíkjum við vestur á Ísafjörð, þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í 20. sinn. Skipuleggjandi segir veður hafa sett örlítið strik í reikninginn í dag en allt hafi blessast. Þá sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi hafi lifað svo lengi.
Slökkvilið á Suðurnesjum hafa náð að ráða niðurlögum gróðurelda, sem kviknuðu á gosstöðvunum. Þau fylgjast enn grannt með, þar sem miklir þurrkar eru á svæðinu. Við verðum í beinni útsendingu frá Reykjanesinu.
Og við kíkjum til Mangochi-héraðs í Malaví, þar sem Íslendingar hafa haldið úti mikilli þróunarsamvinnu síðustu ár. Ungbarnadauði hefur minnkað um fimmtíu prósent á síðustu fimm árum þar sem fæðingardeildir hafa verið byggðar í gegnum þá samvinnu.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.