Tólf áhorfendur dæmdir í fangelsi fyrir að syngja í Sádí Arabíu Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2024 09:00 Það er ekki alltaf góð stemming á völlunum í Sádí Arabíu vísir/Getty Mannréttindasamtök víða um heim hafa fordæmt yfirvöld í Sádí Arabíu eftir að tólf áhorfendur á leik Al Safa og Al Bukiryah í janúar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir þær sakir að syngja söngva með trúarlegri tilvísun. Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“ Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikurinn fór fram í austurhluta Sádí Arabíu en Shía múslimar, sem eru í minnihluta í landinu, búa flestir á því svæði. Söngurinn var tekinn upp og dreift á samfélagsmiðlum en blaðamanni tókst þó ekki að hafa uppi á upptökunni. Tveir einstaklingar úr hópnum voru dæmdir í árs fangelsi og hinir tíu til sex mánaða fangelsisvistar og þá þurfa allir að greiða sektir en þær hæstu nema um 370 þúsund í íslenskum krónum talið. Alls voru 150 einstaklingar yfirheyrðir af lögreglu í tengslum við málið. Áður en dómurinn var kveðinn upp kallaði Amnesty International eftir því að fólkinu yrði tafarlaust sleppt úr haldi og málið látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) vakti athygli á dómnum á fimmtudag og þeirri staðreynd að Sádí Arabía er eina landið sem sækist nú eftir því að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2034. Að sögn Mannréttindavaktarinnar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu varið milljörðum í að hvítþvo ímynd sína í gegnum íþróttir til að leiða athygli heimsins frá ítrekuðum mannréttindabrotum í landinu. „Sú staðreynd að áhorfendur á fótboltaleikjum séu fangelsaðir fyrir það eitt að syngja söngva er enn ein ástæða þess að sýndarferli FIFA við val á leikstað fyrir heimsmeistaramótið 2034 sem gerði það að verkum að Sádí Arabía er ein um hituna er ekki bara vandræðalegt heldur líka hættulegt“ - segir Joey Shea, sérfræðingur í málefnum Sádí Arabíu hjá Mannréttindavaktinni og bætir við: „Hvernig geta aðdáendur knattspyrnu upplifað öryggi í Sádí Arabíu ef það er hægt að dæma þá til fangelsisvistar fyrir ekkert annað en að syngja söngva sem eru stjórnvöldum á móti skapi?“
Fótbolti HM 2034 í fótbolta Sádi-Arabía FIFA Mannréttindi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti