Þetta sagði hann í samtali við mbl.is. Hann sagðist þar hafa fengið hvatningu víða að og hann myndi tilkynna um ákvörðunina á næstu dögum.
„Það er ótrúlegasta fólk úr ýmsum ólíkum áttum. Það var það reyndar fyrir átta árum líka,“ sagði Jakob spurður hverjir hafi komið að máli við hann í samtali við mbl.
Jakob sem er erlendis kemur heim eftir nokkra daga og mun þá funda með stuðningsfólki sínu og ráðgjöfum og ræða við þingflokk Flokks fólksins.
„Ég geri auðvitað ekkert án þess að ræða þetta almennilega við fólkið í kringum mig, fjölskylduna, þingflokkinn og aðra sem ég er í sambandi við,“ sagði hann við mbl.