Innlent

Stuðmaður leggst undir feldinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jakob Frímann Magnússon segist vera alvarlega að íhuga framboð til forseta. Hann muni ræða við sitt fólk þegar hann kemur heim úr utanlandsferð.
Jakob Frímann Magnússon segist vera alvarlega að íhuga framboð til forseta. Hann muni ræða við sitt fólk þegar hann kemur heim úr utanlandsferð. Vísir/Arnar

Jakob Frí­mann Magnús­son, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólks­ins, íhug­ar al­var­lega að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Þetta sagði hann í sam­tali við mbl.is. Hann sagðist þar hafa fengið hvatningu víða að og hann myndi tilkynna um ákvörðunina á næstu dögum.

„Það er ótrú­leg­asta fólk úr ýms­um ólík­um átt­um. Það var það reynd­ar fyr­ir átta árum líka,“ sagði Jakob spurður hverj­ir hafi komið að máli við hann í samtali við mbl.

Jakob sem er er­lend­is kem­ur heim eft­ir nokkra daga og mun þá funda með stuðnings­fólki sínu og ráðgjöf­um og ræða við þing­flokk Flokks fólks­ins.

„Ég geri auðvitað ekk­ert án þess að ræða þetta al­menni­lega við fólkið í kring­um mig, fjöl­skyld­una, þing­flokk­inn og aðra sem ég er í sam­bandi við,“ sagði hann við mbl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×