Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, slökkviliðssjóra í Fjallabyggð, átti slysið sér stað á móts við gatnamótin við flugvöllinn á Siglufirði.
Veginum var lokað í stutta stund á meðan viðbragðsaðilar áttuðu sig á aðstæðum og tryggðu vettvang. Vegurinn hefur verið opnaður á ný og hefur lögregla tekið við vettvanginum.