Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum, sem gefin var út í haust. Honum er gefið að sök að hafa árið 2017 að nauðga konu sem lá meðvitundarlítil í rúmi og notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga.
Í ákærunni er manninum einnig gert að sök að hafa í bæði skiptin „útbúið myndskeið af samförunum, án samþykkis og vitneskju [konunnar], sett myndefnið á minnislykil og sett minnislykilinn í póstkassa hennar“.
Ákæruvaldið gerir kröfu um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einnig hefur konan höfðað einkaréttarkröfu gegn hinum ákærða. Hún krefur hann um greiðslu skaðabóta sem nemur þremur milljónum króna auk lögmannskostnaðar sem nemur 248 þúsundum króna og greiðslu vaxta af þeirri fjárhæð.
Jafnframt er gerð krafa um málskostnað úr hendi ákærða að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, og að þóknun réttargæslumanns verði greidd úr ríkissjóði