Börsungar lentu í vandræðum í Noreg en sigur kvöldsins var aldrei í hættu, ef eitthvað er var hann síst of stór. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir eftir undirbúning Esmee Brugts á 24. mínútu.
And that's why she's the world's best Aitana unleashing the magic to give Barça the lead against Brann.
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024
Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/qPUvrOQWhz
Var það eina mark fyrri hálfleiks en sænska landsliðskonan Fridolina Rolfö gerði endanlega út um einvígið þegar rétt rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hin norska Caroline Graham Hansen á þó allan heiðurinn að markinu.
2 for Barça, as Fridolina Rolfö is in the right place at the right time!
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024
Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/P1jIbrPt9Y
Varamaðurinn Tomine Svendheim minnkaði muninn fyrir Brann þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Patricia Guijarro bætti þriðja marki Börsunga við þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Bonmatí með stoðsendinguna að þessu sinni en hin norska Hansen var aftur allt í öllu í aðdragandanum.
Graham Hansen's strength and speed decisive in this 3rd Barcelona goal!
— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024
Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/KCtovENjaR
Evrópumeistarar Barcelona því komnar í undanúrslit þar sem Englandsmeistarar Chelsea bíða.