„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 22:32 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. vísir / pawel „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira