Hættuleg gasmengun kemur í veg fyrir opnun Bláa lónsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 11:57 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segist sammála lögreglustjóranum á Suðurnesjum að ekki sé forsvaranlegt að halda úti starfsemi í lóninu að svo stöddu. Vísir/Arnar Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá því að jarðhræringarnar við Grindavík hófust fyrir fimm mánuðum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á ný vegna hættulegrar gasmengunnar. Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Bláa lónið hefur nú verið lokað frá því að það var rýmt þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga fyrir ellefu dögum. Há gildi af brennisteinsdíoxíð (S02) hafa mælst á svæðinu í kjölfar gossins. Fyrir viku þurfti starfsmaður Bláa Lónsins að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunareinkenna. Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst við Bláa lónið undanfarið. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Vísir/Vilhelm Til stóð að Bláa lónið yrði opnað á ný í dag. Seinnipartinn í gær sendi Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hinsvegar frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann teldi óforsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa Lóninu á meðan eldgos væri enn í gangi. „Úlfar nefndi sérstaklega að það væri vart forsvaranlegt þegar það væru breytilegar vindar. Þá er staðan þessi og við erum honum hjartanlega sammála,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. „Þessvegna erum við að meta stöðuna, læra á þessar áskoranir, vinna áhættumat með verkfræðistofunni Eflu og fjölga mælum. En auðvitað gerum við ekkert nema í nánu samstarfi við yfirvöld og þá sérstaklega lögreglustjórann á Suðurnesjum.“ Gasmengun sé helsta áskorunin sem þau standi frammi fyrir núna. „Og hún virðist vera ólík þeirri sem við áttum að venjast í fyrri gosum. Þannig við erum auðvitað að læra inn á þessar nýju áskoranir eins og yfirvöld og allir aðrir. Við auðvitað tökum hana mjög alvarlega og munum ekki opna fyrr en okkur líður vel með stöðuna og áhættumat liggur fyrir.“ Páskar háannatími og fjölmargir áttu bókað Staðan verður endurmetin á mánudag og Helga bindur vonir við að mögulega verði hægt að opna á þriðjudag. Hún segir að í Bláa lóninu, líkt og í ferðaþjónustu í heild séu páskar ákveðin háönn og það hafi verið vel bókað. „Því miður þurfum við að afbóka þá sem áttu bókað eða voru á leið til okkar, en það er ekki stóra málið. Við erum fyrst og fremst á þessum tímapunkti að ná utan um stöðuna.“ Þetta er auðvitað búið að vera krefjandi en svona er þetta bara og við höldum áfram. Bláa lónið hefur samtals verið lokað í rúmlega áttatíu daga frá 10. nóvember. „Við höfum verið svo lánsöm að þegar við höfum opnað aftur hafa gestir verið duglegir að koma til okkar og tekið því mjög fagnandi. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Loftgæði Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45 Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27 Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Starfsmaður Bláa lónsins á sjúkrahús vegna gaseitrunar Starfsmaður Bláa lónsins leitaði á sjúkrahúsí gær í kjölfar eitrunareinkenna vegna gasmengunnar. Alvarleiki veikindanna liggur ekki fyrir en öryggisstjóri aðgerða í Grindavík fundar með forsvarsmönnum Bláa lónsins. 21. mars 2024 15:45
Gasmengun í Bláa lóninu í nótt Nokkur gasmengun mældist við Bláa lónið í nótt en dregið hefur úr henni nú í morgunsárið. 26. mars 2024 08:27
Aukin hætta vegna gasmengunar Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina. 22. mars 2024 16:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent