Skammar lögreglu fyrir að nota lego til að dylja andlit sakborninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 07:54 Lögreglan í Murrieta leitar nú nýrra leiða til að dylja andlit sakborninga í færslum á samfélagsmiðlum. AP/Lögreglan í Murrieta Lögreglan í Murrieta, í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur verið skömmuð af danska leikfangafyrirtækinu Lego. Það er fyrir að nota myndir af legohöfðum til að dulbúa sakborninga í ljósmyndum sem embættið birtir á samfélagsmiðlum. Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian. Bandaríkin Danmörk Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian.
Bandaríkin Danmörk Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira