Viðskipti innlent

Hundrað þúsund kall á haus

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Starfsfólk Íslandsbanka fær 100.000 krónur í sumargjöf.
Starfsfólk Íslandsbanka fær 100.000 krónur í sumargjöf. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki kemur til með að gefa öllum starfsmönnum sínum 100 þúsund króna sumargjöf. Um 700 manns starfa hjá bankanum, og því er um 70 milljóna króna útgjöld fyrir bankann að ræða.

Mbl hefur fjallað um málið í dag, en Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vildi ekki tjá sig um málið. Það vildi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hins vegar gera.

Hann sagði sumargjöfina „blauta tusku framan í viðskiptavini fjármálakerfisins“ og benti á að gjöfin væri á við fjórfalda launahækkun sem samið hefði verið um í nýjum kjarasamningum, og ekki til þess fallin að ná markmiðum samninganna um að halda niðri vöxtum og verðbólgu.

Mbl hefur einnig greint frá því að hvorki Landsbankinn né Arion banki hafi tekið ákvörðun um að gefa starfsfólki sambærilegar gjafir í tilefni af sumrinu. Þó hafi Landsbankinn greitt starfsfólki sínu 200 þúsund krónur síðustu jól, til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×